Skilmálar
Skilmálar Artic Aura
Með því að fara inn á vefsvæði articaura.is samþykkir þú sem notandi eftirfarandi reglur og skilmála.
Seljandi er articaura.is, netfang: articaura@articaura.is
Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.
Athugið að skilmálar geta breyst án fyrirvara.
Almennt um skilmála
articaura.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða að breyta verðum á vörum. Einnig er áskilinn réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Persónuverndar upplýsingar
articaura.is fer með persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Articaura.is og hefur enginn nema eigendur vefsins og umsjónarmenn hans aðgang að þeim. Í engum tilvikum eru persónuupplýsingar afhendar til þriðja aðila. Við kaup á vöru eða þjónustu veitir viðskiptavinur articaura.is samþykki sitt fyrir að fyrirtækið safni og vinni úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins.
articaura.is mun ekki undir neinum kringumstæðum geyma korta upplýsingar kaupanda. Kaupandi fer gengur frá pöntun í gegnum greiðslusíðu SaltPay.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Ef að kaupandi vill hætta við kaupin þarf hann að gera það innan 14 daga frá því að pöntun er staðfest, pöntunin er staðfest þegar að búið er að greiða fyrir pöntunina. Ef að vara er gölluð ber kaupanda að láta seljanda vita innan 30 daga frá pöntun. Rafræn kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Verð
Verð eru breytileg vegna samkeppnar og verðbreytingar birgja.
Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar.
Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu.
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. sendingarkostnaður, VSK og verð á því sem er verslað.
Greiðsla og greiðsluleiðir
Allar greiðslur eru gerðar í gegnum greiðslusíðu SaltPay, en einnig er hægt að greiða með bankamillifærslu. Best er þá að hafa samband við okkur í gegnum articaura@articaura.is
Ef að greiðsla fyrir vefpöntun hefur ekki berst innan 3 klukkustunda, áskilur seljandi sér rétt til að hætta við pöntun hjá viðkomandi. Þegar að greitt er með millifærslu fer pöntunin ekki af stað í ferli fyrr en millifærslan er staðfest af starfsmanni articaura.is
Pöntun
Pöntun eru bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun.
Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu.
Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar.
Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup.
Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð í gegnum tölvupóst.
Kaupandi ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við sína pöntun.
Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á.
Upplýsingar vöru
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir sem fegnar eru frá byrgja og einnig af bestu vitund. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, prent- birtingar- og innsláttarvillur í texta, myndum og verðum. Við bendum á að senda okkur tölvupóst á articaura@articaura.isef við birtum rangar upplýsingar á vefsíðunni okkar.
Sendingarleiðir og seinkun
Afhending er 1-3 dagar frá útgáfudegi reiknings. Ef þú velur að fá að sækja í Dropp er pöntunin tilbúin til afhendingar samdægurs ef verslað er fyrir 12:00. Eftir 12:00 eru þær tilbúnar næsta dag.
Ef þú hefur valið heimsendingu að dyrum þá er pöntunin afhent í kringum 16-21 ef verslað er fyrir 15:00 sama dag, annars eru þær afhentar næsta dag í kringum 16-21.
Landsbyggðin
Sendingar sem eru sendar á landsbyggðinni með Dropp eru tilbúnar til afhendingar eftir 1-3 daga.
Sent er email eða SMS þegar að pöntun er tilbúin til afhendingar.
Ef að afhendingu seinkar mun seljandi og eða sendingaraðili tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar.
Galli
Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa.
Ef að vara er gölluð, þá er seljanda skylt að bjóða upp á endurgreiðslu eða nýja vöru.
Tilkynning um galla verður að berast skriflega í gegnum articaura@articaura.is Tilkynningin þarf að berast áður en 14. dagar hafa liðið síðan að pöntun var gerð.
Réttur neytenda (með neytenda er átt við einstakling utan atvinnustarfsemi) til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð.
Eignarréttur
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.
Frekari upplýsingar
Kaupandi getur sent tölvupóst um frekari upplýsingar articaura@articaura.is